Drungi
Drungi
Ragnar Jónasson

Drungi

Fullt verð 2.499 kr 0 kr

Haustið 1987 fer ungt par í rómantíska ferð í sumarbústað á Vestfjörðum
 – ferð sem fær óvæntan endi og hefur skelfilegar afeiðingar.

Tíu árum síðar ákveður lítill vinahópur að verja helgi í gömlum veiðikofa í Elliðaey, nánast sambandslaus við umheiminn. Í lok dvalarinnar lætur kona úr hópnum lífið og margt bendir til þess að hún hafi verið myrt.

Lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir, sem lesendur kynntust í metsölubókinni Dimmu, rannsakar andlát konunnar og fyrr en varir fer málið að vinda upp á sig.

Útgáfurétturinn á Drunga hefur þegar verið seldur til hins virta breska útgáfufyrirtækis Penguin og þarlendur framleiðandi undirbýr nú þáttaröð byggða á bókum Ragnars. Náttblinda hlaut verðlaun sem besta þýdda spennusagan í Bretlandi árið 2015.

Drungi hlaut tilnefningu til íslensku glæpasagnaverðlaunanna, Blóðdropans, 2016. 

„Besta bók Ragnars“. KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJUNNI 

**** 

„Best skrifaða bók Ragnars, full af sálrænum hryllingi og undirliggjandi heift.“ FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR, FRÉTTABLAÐINU

****

„Flott flétta hjá Ragnari.“ STEINDÓR GUÐBJARTSSON, MORGUNBLAÐINU 


Fleiri bækur