Box 21
Roslund & Hellström

Box 21

Fullt verð 990 kr 0 kr
Box 21 er áhrifamikil saga um skuggahliðar mannlegs samfélags og lesandinn stendur frammi fyrir áleitnum spurningum: Hvers vegna á mansal sér stað? Er einhvern tíma réttlætanlegt að fórnarlamb taki lögin í sínar hendur? Hversu langt er hægt að ganga í nafni vináttunnar? Er það skýlaus krafa að sannleikurinn verði alltaf að koma fram?
Ung vændiskona finnst húðstrýkt í íbúð þar sem henni hefur verið haldið nauðugri ásamt annarri konu. Hún er flutt á sjúkrahús og óvæntir atburðir gerast í kjölfarið
Á þessu sama sjúkrahúsi liggur fársjúkur ungur fíkill sem hefur verið staðinn að því að blanda þvottaefni saman við amfetamín og selja valdamiklir aðilar í undirheimum Stokkhólmsborgar hyggja á hefnd
Örlög þessara tveggja persóna fléttast saman á eftirminnilegan hátt í rannsókn Ewert Gren lögregluforingja og félaga hans, Sven Sundkvist rannsóknarlögre­glumanns.

Fleiri bækur