Emma Cline vakti heimsathygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Stúlkurnar, árið 2016 en þá var hún aðeins 27 ára gömul. Útgáfurétturinn hafði þá þegar verið seldur fyrir milljónir dollara út um allan heim og kvikmyndaframleiðendur í Hollywood háð harða baráttu um bókina. Emma Cline ólst upp í Norður Kaliforníu í sex systkina hópi.