
Hefndarenglar
Þetta er sumarið sem breyttist í martröð. Sumarið þegar björt og saklaus tilvera hennar hrundi til grunna á einu löngu síðdegi. Þegar grár drungi lagðist óvænt yfir eilifa birtu Jónsmessunnar.
Blaðamaðurinn Sölvi er sendur til æskustöðva sinna, Súðavíkur, til að leita frétta af morði sem framið hefur verið í þorpinu. Samhliða því að setja sig inn í ýmis mál sem tengjast hinum myrta er hann skikkaður til að aðstoða unga og dugmikla blaðakonu sem vinnur að frétt um misnotkun á ungum stúlkum í undirheimum Reykjavíkur. Bæði málin taka óvænta stefnu og varpa nýju ljósi á skelfilega atburði úr fortíðinni.
Hefndarenglar bar sigur úr býtum í samkeppninni um Svartfuglinn 2019, glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til í samvinnu við Veröld.