1983
Eiríkur Guðmundsson

1983

Fullt verð 990 kr 0 kr

Á hjara veraldar er tólf ára gamall drengur á hraðri ferð inn í heim hinna fullorðnu. Á einu ári uppgötvar hann ekki aðeins ástina heldur einnig hverfulleikann, um leið og hann vígist inn í heim orðanna.

Hér er sögð nýstárleg saga úr íslensku þorpi á fyrri hluta níunda áratugarins, heimi sem er í senn framandi og kunnuglegur. Þetta er bók um þrá eftir hinu óljósa, leitina að sjálfum sér, draumkennd skip, og gamla loftbelgi sem líða um hugarheima ungmenna mjög ofarlega á slönguspilinu. Síðast en ekki síst er þetta ástarsaga sem gerist fjarri öllum kastljósum úti við ysta haf.

1983 er fjórða skáldsaga Eiríks Guðmundssonar, en sú síðasta, Sýrópsmáninn, var tilnefnd til menningarverðlauna DV.

 

 

 

Hér má sjá umfjöllun Fríðu Bjarkar um bókina, í Víðjsá.

 

Hér fjallar Auður Haralds um bókina í Virkum morgnum