Abbababb!
Dr. Gunni

Abbababb!

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Abbababb! eftir Dr. Gunna með myndum eftir Fanneyju Sizemore byggir á samnefndum söngleik sem gengið hefur fyrir fullu húsi undanfarið og fékk Grímuverðlaunin 2007 sem besta barnasýningin.

Í Abbababb! fæst leynifélagið Rauða hauskúpan við dularfullt sakamál þar sem við sögu koma meðal annars diskóboltar og pönkarar, Pála spákona og Doddi draugur, að ógleymdum skuggalegum Rússum og Hr. Rokk.

Abbababb! er bráðfjörug saga fyrir hressa krakka með frábærum myndum.

Abbababb! er 48 blaðsíður að lengd. Margrét E. Laxness hannaði kápu og braut bókina um en hún er prentuð hjá Nörhaven í Danmörku.