Dinçer Güçyeter 

Dinçer Güçyeter fæddist árið 1979 í bænum Nettetal í Norðurrín-Vestfalía. Hann er sonur tyrkneskra innflytjenda, lauk miðskóla í kvöldskóla og lærði iðn að þýskum hætti, en hugurinn stóð til skáldskapar. Árið 2011 stofnaði hann bókaútgáfuna Elif Verlag, en vann fyrir sér á lyftara. Árið 2021 sló hann í gegn með bók sinni Prinsinn minn, ég er gettóið.