Annálar
Bob Dylan

Annálar

Fullt verð 2.300 kr Tilboðsverð 3.400 kr

Annálar er makalaus bók þar sem Bob Dylan segir frá og greinir mokkur örlagarík tímamót í lífi sínu. Hér kynnumst við m.a. hinu unga söngvaskáldi sem kemur til New York-borgar árið 1961 til þess að freista gæfunnar, og sjáum hina kraumandi borg með hans augum, í bland við minningar, sumar nístandi sárar og harðar, og ljóðrænar athugasemdir.

Annálar er ómetanleg heimild um einn áhrifamesta listamann liðinnar aldar, tilurð hans, lífsspeki og viðhorf, um margvíslegt fólk og staði sem höfðu mótandi áhrif á hann, auk þess sem ritsnilld hans og sagnagáfa hafa nú þegar gert bókina sígilda. Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2016.

Þýðandi: Guðmundur Andri Thorsson.