Öngstræti
Yvonne er mikils metinn erfðafræðingur, prýðilega gift og móðir tveggja uppkominna barna. Hún hefur aldrei mátt vamm sitt vita.
Dag nokkurn er hún boðuð á nefndarfund í þinghúsinu. Þar hittir hún bláókunnugan mann og fyrr en varir eiga þau í eldheitu ástarsambandi.
Ástarsambandið hrindir af stað atburðarás sem hefur ófyrirsjáanlegar og skelfilegar afleiðingar fyrir þau bæði.
„Öngstræti“ er hörkuspennandi sálfræðitryllir sem fjallar um gildin í lífinu – og afstöðu okkar til þeirra.
Þýðandi er Bjarni Jónsson
„Stígandi frásagnarinnar er meistaralega spunnin og Louise Doughty skrifar af miklu sálfræðilegu innsæi. Hún varpar algjörlega nýju ljósi á eftirsjá og samviskubit þeirra sem eiga í framhjáhaldi.“ – The New Yorker
„Louise Doughty tekst frábærlega draga upp mynd af hversdagslegum harmleik – harmleik sem allir gætu upplifað, en harmleik engu að síður.“ The Guardian
„Umhugsunarverð og áhrifamikil saga um flóknar tilfinningar.“ Kirkus Review
„Grípur þig heljartökum.“ Independent