Býfluga
Chris Cleave

Býfluga

Fullt verð 0 kr 0 kr

Hjónin Andrew og Sarah ætla að taka sér stutt frí frá amstri daganna. Þau panta sér helgarferð í sólina en vita ekki að í Nígeríu geisar skelfileg styrjöld – hvað gerist þegar atburðir sem maður les yfirleitt bara um í blöðum eða sér í sjónvarpi henda í manns eigin lífi? Á ströndinni hitta þau unga konu, Býflugu, og verða vitni að hryllilegum atburði sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir þau öll þrjú.

Tveimur árum síðar bankar þessi unga kona upp hjá Söru í Bretlandi. Einmitt daginn sem bera á Andrew til grafar. 

Þetta er fyrsta skáldsaga breska höfundarins, Chris Cleave, en hún rýkur nú upp metsölulista í hinum enskumælandi heim og er væntanleg á fjölda tungumála.

Þýðandi er Ásdís Guðnadóttir. Býfluga er neon-bók.

“Tvímælalaust besta bók ársins 2009 fram að þessu.” Metro

“Einstaklega læsileg og heillandi.”
 New York Times
 
“Listilega fléttuð.” 
Sunday Telegraph 


Fleiri bækur