Uglan drepur bara á nóttunni
Samuel Bjørk

Uglan drepur bara á nóttunni

Fullt verð 2.499 kr Tilboðsverð 3.999 kr
Unglingsstúlka sem hefur strokið frá upptökuheimili finnst látin úti í skógi; nakin, umkringd fjöðrum og með hvíta lilju í munni. Engu er líkara en hún hafi verið myrt í trúarlegri athöfn. Holger Munch, lögregluforingi er kallaður út úr barnaafmæli á staðinn og sér strax að til að leysa þessa gátu þarf hann að kalla saman sitt gamla rannsóknateymi. Ekki síst þarfnast hann hinnar snjöllu Miu Krüger, sem hefur dregið sig í hlé þar sem hún tekst á við sína eigin djöfla.
Það sem Holger Munch veit hins vegar ekki er að fram undan er æsilegri barátta við hættulegri morðingja en hann hefur nokkru sinni glímt við og meiri þrekraun en nokkurt þeirra hefur órað fyrir. 
Samuel Björk er ein skærasta stjarnan í heimi vandaðra, sálfræðilegra spennusagna og bækur hans um Holger Munch og Miu Krüger hafa hlotið mikið lof og orðið metsölubækur víða um heim. Áður hefur komið út á íslensku eftir hann spennusagan Ég ferðast ein.

Fleiri bækur