Reykjavík – þýsk
Bjartur

Reykjavík – þýsk

Fullt verð 0 kr 0 kr

Bókin Reykjavík er eftir ljósmyndarann Mariu Alva Roff og er hún í ritröðinni Island – Kurz und gut.

Reykjavík er óvenjuleg höfuðborg: ung, kraftmikil og full af hugmyndum og leyndum þrám. En það er alltaf stutt í kyrrð og einfaldleika; gamalt bárujarnshús og forvitinn kött. Í bókinni Reykjavík er brugðið upp grípandi myndum þar sem borgin við Sundin er séð með auga gests sem tengst hefur henni sterkum böndum. Í stuttum textum er svo fjallað um það sem fyrir augu ber og ýmsa þætti borgarlífsins. Reykjavík er einnig fáanleg í enskri útgáfu í bókaflokknum Iceland – Cool and Crisp.

Báðar útgáfurnar eru í innbundnu formi og er hvor um sig 94 blaðsíður að lengd. Bókarkápur og innsíður hannaði Bergdís Sigurðardóttir en bækurnar eru prentaðar í Danmörku.

 


Fleiri bækur