Nigella með hraði
Bjartur

Nigella með hraði

Fullt verð 0 kr 0 kr

Matreiðslugyðjan Nigella Lawson sýnir það og sannar í bókinni Nigella með hraði að hægt er að töfra fram heillandi og girnilega rétti á stuttum tíma og með lítilli fyrirhöfn.

Orðið skyndibiti fær í bókinni algjörlega nýja merkingu – réttirnir eru allir sérlega spennandi og gómsætir en um leið er matreiðslan einföld. Þá er í bókinni að finna ábendingar um hvernig haga má innkaupum svo að hægt sé að reiða fram kræsingar án mikils fyrirvara.

Fljótlegur og freistandi skyndimatur fyrir sælkera nútímans sem hafa ýmilegt annað við tímann að gera en að standa yfir pottunum! Nigella með hraði er 280 blaðsíður að lengd. Helga Soffía Einarsdóttir þýddi en Eyjólfur Jónsson braut um. Bókin er prentuð í Danmörku.  


Fleiri bækur