Í fangabúðum nazista
Leifur H. Muller

Í fangabúðum nazista

Fullt verð 0 kr 0 kr

Haustið 1942 handtók Gestapó 22 ára íslenskan námsmann í Ósló, Leif H. Muller að nafni. Honum var gert að sök að hafa ætlað að yfirgefa landið með ólöglegum hætti. Við tók hjá Leifi einhver hryllilegasta fangelsisvist sem Íslendingur hefur þurft að þola, fyrst í Grini-fangelsinu í Noregi og síðar í hinum alræmdu Sachsenhausen-fangabúðum í Þýskalandi.

Í Sachsenhausen var hver dagur barátta upp á líf og dauða undir járnhæl nasista þar sem hungur, sjúkdómar, pyntingar og dauði voru daglegt brauð.

Í apríl 2015 voru  70 ár síðan Leifur losnaði úr fangabúðunum og var bókin Í fangabúðum nazista endurútgefin af því tilefni. Hann skrifaði um þetta skelfilega tímabil í lífi sínu þegar eftir heimkomuna til Íslands í stríðslok og kom bókin út í september 1945. Samkvæmt Wiesenthal-stofnuninni er þessi einstaka bók ein sú fyrsta sem rituð var í heiminum um Helförina.

Sagnfræðingarnir Hallur Örn Jónsson og Jón Ingvar Kjaran skrifa inngang að bókinni sem og eftirmála.

Í fangabúðum nazista er 239 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Ísafoldarprentsmiðju.


Fleiri bækur