Hinn grunaði hr. X
Yasako Hanaoka er fráskilin, einstæð móðir í úthverfi Tókýóborgar sem heldur að hún sé loksins laus við hinn ofbeldisfulla barnsföður sinn, Togashi. Þegar hann birtist óvænt dag einn með hótanir fara hlutir úr böndunum og Togashi endar dauður á gólfinu. Þá stígur fram nágranni hennar, hinn kurteisi stærðfræðisnillingur Ishigami, og býðst til að hjálpa henni – sem hún í örvæntingu sinni þiggur.
Kusanagi lögregluforingja gengur erfiðlega að leysa málið og leitar því til ráðgjafa lögreglunnar, hins snjalla eðlisfræðings Yukawa – gamals skólabróður Ishigamis. Eftir því sem mál þróast, og grunsemdir Yukawa kvikna um að Ishigami sé viðriðinn glæpinn, hefst mikil rök- og tilfinningaleg glíma tveggja afburðagreindra manna. Hversu má sín greind Yukawas gagnvart ískaldri rökhyggju Ishigamis? Og hversu langt er Ishigami reiðubúinn að ganga til að vernda Yasako?
Ásta S. Guðbjartsdóttir þýddi.