Boxarinn
Úlfar Þormóðsson

Boxarinn

Fullt verð 2.990 kr 0 kr

Í Boxaranum segir sonur sögu föður síns sem var margbrotinn maður, í senn heillandi og haldinn þrúgandi óeirð og mikilli athafnaþrá. Inn í frásögnina fléttast litríkar örlagasögur ýmissa ættingja; misindismanna, sérstæðra kvenna, launbarna og ungs fólks sem þurfti að þola sumt af því versta sem lífið skapar mönnum.

 „Þú boxaðir en barðir engan utan hringsins. Þú varst ekki ofbeldismaður, varst reyndar með mjúka lund. En þú varst djarftækur til kvenna. Og kannski má halda því fram að það sé ein tegund ofbeldis. Að minnsta kosti í garð þeirrar konu sem hafði kosið að eyða með þér lífinu. Og auðvitað þeirra sem þú skildir eftir einar og óléttar, einhleypar konur með óskilgetin börn.“

 


Fleiri bækur