Blýengillinn
Óskar Árni Óskarsson

Blýengillinn

Fullt verð 0 kr 0 kr

Á votri gangstétt

 

Ég var á gangi eftir Meistaravöllum

eitt rigningarsíðdegi í haust

þegar ég sá glitra í eitthvað á gangstéttinni.

Þetta var lítill engill úr silfurlitum málmi.

Lítill blýengill. Ég vóg hann í lófanum.

Hann var örsmár. Greinilega steyptur í mót

eins og tindátarnir sem ég átti þegar ég var strákur.

Hafði hann fallið niður af himninum,

of þungur til að vængirnir bæru hann uppi?

Ekki veit ég hvort fundur engilsins

hefur einhverja dýpri merkingu.

En alltar götur síðan hefur hann búið í vasa mínum.


Fleiri bækur