Augusto Monterroso

Augusto Monterroso

„Ég lærði að vera stuttorður á því að lesa Proust,“ sagði Augusto Monterroso, en hann skrifaði einkum stutta illflokkanlega texta: : smásögur, örsögur, ritgerðir, aforisma, orðaleiki, hugleiðingar, gamanmál, dagbókarbrot og ekki síst fabúlur eða dæmisögur. 

Monterroso (1921–2003) var frá Guatemala en skrifaði flest verk sín í Mexíkó. Hann var sjálfmenntaður, og einn fróðasti og víðlesnasti bókmenntamaður Rómönsku-Ameríku. 

Í bókinni Svarti sauðurinn endurvakti Monterroso hið ævaforna fabúlu-form á sinn sérstakan hátt. Hann umsnýr hinni viðteknu fabúlu, bregður óvæntu sjónarhorni á hvaðeina þar sem skil manna og dýra eru óljós, en ávalt nær hann að vekja lesandann til umhugsunar með hnyttni sinni og tvíræðni.

Svarti sauðurinn kom út árið 1969 og er löngu orðið klassískt rit í spænskumælandi heimi og þó víðar væri leitað. 

Monterroso hlaut mörg verðlaun, meðal annars Áquila Azteca árið 1988, Juan Rulfo árið 1996, Premio Nacional de Literatura de Guatemala árið 1997 og tveimur árum fyrir andlát sitt voru honum veitt Príncipe de Asturias-verðlaunin.

Það er Kristín Guðrún Jónsdóttir sem þýðir og ritar eftirmála.

 

 

„Monterroso tókst í einni setningu að segja það sem hjá mörgum okkar urðu hundrað síður“ -  Carlos Fuentes

„Ég var aldrei samur eftir að ég las „Apinn sem vildi verða háðsádeiluhöfundur“" – Isaac Asimov

„Stórkostlegur maður og stórkostlegur rithöfundur“ – Gabriel García Márquez

„Til að verða góður smásagnahöfundur er nauðsynlegt að lesa … Monterroso …“ – Roberto Bolaño

„Fallegustu sögur heimsins“ – Italo Calvino

„Monterroso er einn hreinlyndasti, gáfaðisti, tærasti og brosmildasti rithöfundar spænskrar tungu“ – Carlos Fuentes