Áslaug Guðrúnardóttir
Áslaug Guðrúnardóttir hefur verið fréttamaður á RÚV um árabil.
Hún er höfundur bókarinnar um mínímalískan lífsstíl: Það munar um minna.
Bjartur fékk Áslaugu til liðs við sig, til þess að skrifa bók um þessa áhugaverðu hreyfingu fólks sem segir að það auki lífsgæðin að eiga minna, í stað þess að keppast stöðugt við að eignast meira og meira og helst meira en náunginn. Áslaug settist við skriftir og komst fljótt að því að hún hafð mestallt sitt líf lagt stund á mínímalískan lífsstíl, þótt hugtakið væri nýtt fyrir henni.
Læsileg, skemmtileg og fróðleg bók um hugmyndafræðina um mínímalískan lífsstíl.
Viðtal við Áslaugu á Smartlandinu