Létta leiðin
Ásgeir Ólafsson

Létta leiðin

Fullt verð 1.490 kr 0 kr

Létta leiðin er nýstárlegt og aðgengilegt heilsubótarkerfi. Það byggist á einföldum hugmyndum sem skilað hafa frábærum árangri. Lesandinn er leiddur skref fyrir skref í gegnum sex vikna tímabil sem skilar aukinni vellíðan og léttari líkama til frambúðar án þess að þurfa að breyta um lífsstíl. Hér er ekki á ferðinni skammtímalausn eða törfrakúr heldur margreynd aðferð sem virkar.

 Höfundur bókarinnar, Ásgeir Ólafsson, hefur undanfarna tvo áratugi starfað við þjálfun og næringarráðgjöf heima og erlendis  og haldið námskeið og fyrirlestra um öfgalaust mataræði og heilbrigt líferni. Hann hefur undanfarna tvo áratugi þróað Léttu leiðina sem hefur hjálpað fjölda manns til bættrar heilsu og betra lífs.

 „Skýr og aðgengileg leið að bættum matarvenjum, aukinni vellíðan og færri aukakílóum.“

Alma María Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og þríþrautarkona

 Úr umsögnum fólks sem farið hefur Léttu leiðina:

 „Það er merkilegt hvað mér líður vel í dag. Ég trúði engan veginn á svona hluti og hélt að ég þyrfti að lifa með mín 10 aukakíló það sem eftir væri.“

 „Ég hef ómeðvitað haldið áfram í þessu prógrammi og er núna, 5 mánuðum síðar, 14 kg léttari án þess að hafa bætt við mig hreyfingu, án þess að hafa lifað í svelti og án þess að hafa verið svöng í einn dag.“

 „Í dag, þremur mánuðum eftir að ég byrjaði, er ég ekki lengur 89 kg, ég er 78 kg og mér hefur ekki liðið jafn vel í mörg ár. … Ég sef miklu betur og ég get betur sinnt barninu mínu og eiginmanninum.“

 Létta leiðin er 171 blaðsíða að lengd. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna. Jón Ásgeir hannaði kápu. Bókin er prentuð í Ísafoldarprentsmiðju.