Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar
Árni M. Mathiesen og Þórhallur Jósepsson

Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa lent í viðlíka pólitískum sviptivindum og Árni M. Mathiesen. Hann gegndi embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde haustið 2008 þegar hrunið varð og segir hér hreinskilnislega frá því sem gerðist á bak við tjöldin í aðdraganda þessara miklu atburða, eftirmálum þeirra og tildrögum þess að hann sagði skilið við stjórnmálin.


Ýmsir hafa fjallað um þessa örlagatíma en saga Árna M. Mathiesen er fyrsta frásögnin úr innsta hring, þar sem málum þjóðarinnar var ráðið. Hann dregur ekkert undan, sviptir hulunni af því sem gekk á fjarri kastljósi fjölmiðla, greinir opinskátt frá átökum við erlenda og innlenda áhrifamenn og veitir lesendum einstaka innsýn í atburðarás sem gjörbreytti stöðu ríkis og þjóðar. Hvað gerðist í raun og veru að tjaldabaki? Hvenær hefði síðast verið hægt að grípa í taumana? Hvar byrjaði ógæfan?


Árni M. Mathiesen og Þórhallur Jósepsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu byggja bók sína á samtölum sínum en styðjast einnig við aragrúa annarra heimilda, meðal annars minnispunkta Árna, og önnur óprentuð gögn. Hér er komin bók sem varpar nýju og mikilvægu ljósi á afdrifaríkustu atburði í sögu Íslanda á síðari tímum.

272 bls.