Konan sem hvarf
Anna Ekberg

Konan sem hvarf

Fullt verð 1.990 kr 0 kr
Louise býr með rithöfundinum Joachim í litlu þorpi á eyjunni Christiansø. Dag nokkurn kemur ókunnur maður inn á kaffihúsið sem hún rekur og segist vera eiginmaður hennar. Hún heiti Helene, sé tveggja barna móðir og hafi horfið fyrir þremur árum. 

 

Þetta setur allt úr skorðum hjá Louise og Joachim og fljótlega kemur í ljós að í fortíð hennar eru ýmsar undarlegar ráðgátur. Þau sökkva sér hvort fyrir sig í leyndarmál fortíðarinnnar þar sem er að finna svik, taumlausa græðgi – og morð. 

Konan sem hvarf er spennuþrungin saga um svívirðilega glæpi og djúpa ást þar sem fátt er eins og það lítur út fyrir að vera. 

  
*****
„Glæpasaga í algjörum sérflokki. Vel skrifuð, kemur stöðugt á óvart … Og svo er hún leiftrandi óhugnanleg.“
Femina
 
*****
„Höfundinum hefur enn á ný tekist að setja saman spennandi fléttu sem kemur á óvart.“
Fyens Stiftstidende

 

*****
„Hraðinn í sögunni eykst í takt við það að frásögnin verður margbrotnari. Og skyndilega er engin leið til baka. Hvorki fyrir lesandann né Helenu og Joachim.“
Nordjyske Stiftstidende
 
Konan sem hvarf er 460 blaðsíður að lengd. Árni Óskarsson þýddi, Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð hjá Nørhaven, Danmörku.