Vetrarmein
Ragnar Jónasson

Vetrarmein

Fullt verð 3.500 kr 0 kr

Aðfaranótt skírdags finnst lík af ungri konu á gangstétt fyrir framan þriggja hæða hús við Aðalgötuna á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum með æpandi rauðum lit á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin.

Ari Þór Arason lögreglumaður, sem lesendur þekkja úr Siglufjarðarseríu Ragnars, þarf að glíma við undarlegt og óhugnanlegt mál. Páskahelgin er að ganga í garð. Fólk hefur flykkst til bæjarins. Og stórhríð er að bresta á.

Ragnar Jónasson er einn fremsti spennusagnahöfundur Norðurlanda. Bækur hans eru gefnar út á um þrjátíu tungumálum. Þær hafa setið vikum saman í efstu sætum metsölulista víða um heim og selst í tæplega tveimur milljónum eintaka. Vetrarmein kemur samtímis út á Íslandi og í Frakklandi.

Besta glæpasaga Ragnars til þessa. ...  Vetrarmein er vel útfærð glæpasaga, uppbyggingin skipulögð, markviss og spennandi, helstu persónur trúverðugar og rúsínan í pylsuendanum er leikni Ragnars í að afvegaleiða lesendur. Í góðri glæpasögu er nefnilega ekki allt sem sýnist og góður höfundur kemur stöðugt á óvart.⭐️1/2 Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu

„Vetrarmein hefði komist á listann minn yfir bestu bækur ársins ef ég hefði ekki þegar verið búinn að velja aðra bók Ragnars, Mistur, á hann.“ Ian Rankin 

„Vetrarmein er nístandi spennandi lokahnykkur á Siglufjarðarseríu Ragnars.“ Independent

„Hinn geðþekki Ari Þór snýr aftur í sögu sem er full af myrkri og innilokunarkennd.  Fullkomin vetrarlesning.“ Ann Cleeves

„Ísköld harmsaga.“ The Times

Ragnar er líklega besti núlifandi glæpasagnahöfundur Nor›urlanda. ... mæli eindregið með Vetrarmeinum.“ Lee Child


Fleiri bækur