Sigríður Arnardóttir - Sirrý
        
        
          
          
          
          
              
          
          
        
      
    Tröllastrákurinn læknar hrekkjusvín
            Fullt verð
            
              2.499 kr
            
            
              
              
            
          
          
          
            Tröllastráknum Vaka og Sögu vinkonu hans finnst fátt skemmtilegra en að smíða kofa og það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í litla kofaþorpinu þeirra. Hrekkjusvín vinna skemmdarverk á kofunum í skjóli nætur og Vaki og Saga fyllast reiði og örvæntingu. Óvæntur atburður verður síðan til þess að allir þurfa að standa saman og hjálpast að.
Tröllastrákurinn læknar hrekkjusvín er í senn spennandi og lærdómsrík bók eftir Sigríði Arnardóttur, Sirrý, skreytt líflegum og grípandi myndum Freydísar Kristjánsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur þar sem Kristján Franklín Magnús leikari les söguna.
Tröllastrákurinn læknar hrekkjusvín er 29 blaðsíður að lengd. Anna Cynthia Leplar sá um kápuhönnun og hönnun innsíðna. Bókin er prentuð í Slóveníu.