Lungu
„Í þessari fjölskyldu gleymdi fólk aldrei því sem einu sinni var sagt – og talaðist þar af leiðandi ekki við.“
Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2022.
Lungu er fjölskrúðug skáldsaga sem teygir anga sína vítt og breitt um tuttugustu öldina og langt inn í fjarlæga framtíð: frá Toskana við upphaf fyrri heimsstyrjaldar þar sem óhóflegt ólífuát bjargar hinum unga Enzo undan herþjónustu, til innflytjendahverfa Toronto-borgar þar sem táningsstúlka verður ástfangin af dularfullum umrenningi, þaðan til Hörgárdals þar sem risavaxni haninn Júpíter ræður ríkjum, og loks til Reykjavíkur ársins 2089.
Pedro Gunnlaugur Garcia tekst í þessari mögnuðu bók á við áleitnar spurningar sem varða líf og dauða af óvenjulegu hispursleysi, um leið og hann skemmtir lesandanum af einlægri frásagnargleði. Pedro vakti mikla athygli fyrir síðustu skáldsögu sína, Málleysingjana, sem hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
„Lungu er breið fjölskyldusaga margra kynslóða úr ólíkum heimshornum ... Hér er sleginn nýr tónn í íslenskri skáldsagnagerð með töfrandi frásagnargleði sem fer áreynslu- og hispurslaust á milli dýpstu tilfinninga og átaka til ævintýralegra gleðistunda með goðsagnakenndu ívafi – þannig að jafnvel mestu hörmungarnar njóta góðs af gleðinni.“ – Úr umsögn dómnefndar um Íslensku bókmenntaverðlaunin
„Ég hafði feikilega ánægju af að lesa þessa bók ... Hún svoleiðis gleypir mann í sig. ... Ein af uppgötvunum flóðsins ... Ein af bestu bókum vertíðarinnar.“ Egill Helgason, Kiljunni
„Hver einasta persóna hillaði mig.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
„Lungu er afar heillandi saga ... Maður getur ekki annað en látið berast með frásagnarfiminni og dáðst að alltumlykjandi ritgleðinni. ...Í lokin er fyllsta ástæða til þess að sleppa örlítið fram af sér beislinu, vitna í Pál Óskar Hjálmtýsson og segja: „Þetta er galið gott!“ Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Stundinni
„Mig langar að mæla með þessari stóru, miklu og óvenjulegu bók eftir feykilega flinkan höfund ... Ég gleypti hana í mig. ... Bravó, Pedro Gunnlaugur Garcia. Beint í mark. Þið hin – lesið!“ Sverrir Norland
„Mögnuð bók.“ María Elísabet Bragadóttir
„Þessi er rosaleg." Brynja Hjálmsdóttir