Huldugáttin
Bobbie Peers

Huldugáttin

Fullt verð 3.000 kr 0 kr

Dulmálsmeistarinn William Wenton snýr aftur á Rannsóknarstofnun ofurgreindar þegar hann fer að fá undarleg köst og virðist glata hæfileikanum til að lesa hvaða þraut sem er. En þar er ekki allt með felldu. Hertar reglur, öryggisgæsla úti um allt og útgöngubann. Sagt er að það sé vegna þess að hinum illa Abraham Talley er haldið i frerageymi í kjallaranum. En eitthvað er bogið við þetta allt saman. Hver er þessi dularfulla kona sem reynir að nálgast William að nóttu til? Hvað veldur köstunum sem hrjá William? Og hver fjárinn er huldugátt? 

William og Iscia standa frammi fyrir myrkum öflum sem þau hafa engan skilning á og saman leggja þau í hættuför til að komast að hinum sanna. 


Huldugáttin er 2. bókin í bálki Bobbie Peers um William Wenton og er æsispennandi, hugmyndarík og skemmtileg saga, sem lesendur, ungir sem aldrnir, munu vart geta látið frá sér. 

Ingunn Snædal þýddi


Fleiri bækur