Ein
Ásdís Halla Bragadóttir

Ein

Fullt verð 3.500 kr 0 kr

Þegar ung kona sem starfar í heimaþjónustu mætir til vinnu í blokk fyrir eldri borgara við Aflagranda blasir við henni óvænt sýn. Hún óttast að eiga sök á því að hafa hrundið af stað hræðilegri atburðarás.

Á annarri hæð í sömu blokk rennur upp fyrir eldri manni að veski hans og bíllyklum hefur verið stolið og hann fyllist örvæntingu og bræði.

Í New York, borg sem er lömuð af ótta, berst ungur íslenskur læknir við að bjarga fórnarlömbum Covid-19 faraldursins. Fortíð hennar hefur skilið eftir sig sár á líkama og sál en óbærilegt ástandið fær hana til að taka óvænta og erfiða ákvörðun.

Vonir, þrár og hversdagsleiki ólíks fólks fléttast saman með látlausum en áhrifamiklum hætti í fyrstu skáldsögu Ásdísar Höllu Bragadóttur.

Áður hafa komið út eftir hana minningabækurnar Tvísaga og Hornauga sem vöktu mikla athygli og hlutu einróma lof gagnrýnenda.

Ein er djúp, sár og spennandi saga sem situr lengi í höfði lesandans.

„Heldur lesandanum á tánum á hverri einustu blaðsíðu.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️Ragnhildur Þrastardóttir, Morgunblaðinunu

„Textinn er lipur og bókin heldur vel athyglinni ... Mæli með henni.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Helga Ósk Hreinsdóttir, bóksali


Fleiri bækur