Stórar stelpur fá raflost
Gunnhildur Una Jónsdóttir

Stórar stelpur fá raflost

Fullt verð 2.300 kr Tilboðsverð 3.400 kr

Ég var bara allt í einu stödd í miðjum kolsvörtum vetri með höfuðið fullt af myrkri minnisleysisins. Það eina sem ég vissi fyrir víst var að ég átti börnin mín og hafði þau hjá mér og að ég var skelfingu lostin af ótta yfir að einhver segði að ég réði ekki við að hugsa um þau og tæki þau þá frá mér.

Gunnhildur Una Jónsdóttir, þriggja barna einstæð móðir, var sett í raflostmeðferð við djúpu, óbærilegu þunglyndi. Meðferðin þótti takast vel en afleiðingarnar voru skelfilegar.

Hún glataði minningum sínum, veruleikinn varð framandi og fortíðin ósamstæð og brotakennd. Hér segir Gunnhildur Una einstaka sögu sína, hvernig henni tókst að fóta sig á ný eftir áfallið, lýsir baráttunni við sjúkdóminn og leitinni að fortíðinni og sjálfri sér.

Stórar stelpur fá raflost er áhrifamikil frásögn um það þegar fortíð konu þurrkast út og hvernig henni tekst að endurheimta lífið á ný. 

 

 

 

 


Fleiri bækur