Víghólar
Vinnuvélar verktakafyrirtækis eru stórskemmdar í skjóli nætur. Illa útleikin lík finnast á nokkrum stöðum á landinu. Margt bendir til að þarna séu að verki aðilar úr öðrum heimi. Lögreglan fær Bergrúnu Búadóttur huldumiðil til að aðstoða við rannsókn málsins. Fljótlega kemur í ljós að myrk og máttug öfl seilast til aukinna valda bæði í Mannheimi og Hulduheimi.
Bergrún og Brá, tvítug dóttir hennar, leggja af stað í ferðalag sem fljótlega umbreytist í háskaför þar sem þær þurfa að kljást við óútreiknanlega og máttuga andstæðinga. Samhliða því myndast mikil spenna í sambandi mæðgnanna sem verður til þess að leiðir þeirra skilja. Emil Hjörvar Petersen er helsti frumkvöðull á sviði furðusagna hér á landi. Hann hlaut mikið lof fyrir þríleik sinn Saga eftirlifenda.
„Dúndurgóð íslensk fantasía.“ Morgunblaðið, um Sögu eftirlifenda
„Hörkuspennandi frá fyrstu blaðsíðu … Söguheimurinn er stórsniðugur og Emil á hrós skilið fyrir heimshönnunina.“ Bjarni Ólafsson, Morgunblaðinu
„Heimurinn er sannfærandi sem Emil býr til og frásögnin er skemmtileg.“ Illugi Jökulsson, Kiljunni
„Emil spinnur þessar sögur af alveg ótrúlegri hugmyndauðgi og maður bara sogast inn í þennan sagnaheim.“ Dagný Kristjánsdóttir, Rás 1