Úlfar Þormóðsson
Draumrof
Fullt verð
3.490 kr
Miðaldra maður uppgötvar að vinur hans frá fyrri tíð hefur skrifað bók þar sem hann notar atvik úr lífi mannsins og gerir þau að sínum. Hann ákveður að brjótast inn í tölvu rithöfundarins og upplýsa lesandann um hvað hann finnur þar. Samhliða því segir maðurinn sögu sína og konu sinnar af mikilli einlægni – sögu um velgengni og fall, óbærilegan harm og djúpstæða sátt.
Fimmtíu ár eru síðan fyrsta skáldsaga Úlfars Þormóðssonar kom út en eftir hann liggur fjöldi skáldsagna og verka af ýmsu tagi. Hann hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 2012 fyrir ritstörf sín.
Draumrof er 157 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna, Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápuna. Bókin er prentuð hjá ScandBook, Svíþjóð.