Joël Dicker
Bókin um Baltimore-fjölskylduna
Fullt verð
3.990 kr
Rithöfundurinn Marcus Goldman heldur til Flórída að skrifa skáldsögu um sína eigin millistéttarfjölskyldu í New Jersey og frændfólk sitt í Baltimore sem allt virtist verða að gulli.
Marcus heimsótti þau hvenær sem hann gat til að vera með Hillel frænda sínum og jafnaldra þeirra, Woody. Og þarna var líka nágrannastúlkan Alexandra sem þeir heilluðust allir af. En árið 2004 hrundi allt til grunna. Frá þeim degi hefur Marcus glímt við spurninguna: Hvað kom eiginlega fyrir Baltimore-fjölskylduna?
Joël Dicker vakti heimsathygli fyrir bók sína Sannleikurinn um mál Harrys Quebert sem selst hefur í hátt í fjórum milljónum eintaka.
Hér heldur hann á sömu slóðir í skáldsögu sem engin leið er að leggja frá sér!
Friðrik Rafnsson þýddi.