Agnarsmá brot úr eilífð
Ólafur Ragnarsson

Agnarsmá brot úr eilífð

Fullt verð 2.990 kr 0 kr

Agnarsmá brot úr eilífð eftir Ólaf Ragnarsson, fyrrum bókaútgefanda og fréttamann, hefur að geyma ljóð sem hann orti síðustu tvö ár ævi sinnar. Hann glímdi þá við MND-sjúkdóminn, hreyfitaugahrörnun, og hafði misst málið af völdum hans. Þótt hann væri nánast alveg orðinn lamaður frá tungurótum og niður í tær er ljóst af ljóðunum að baráttuviljinn var óbilandi, hugurinn frjáls og flögraði víða.

Á kápu bókarinnar er vitnað til umsagnar Matthíasar Johannessen um ljóð Ólafs en þar segir: „Ólafur hefur ljóðskáldstaugar, er persónulegur og hlýr og er næmur fyrir landi og umhverfi. En mesta athygli vekur þrekmikið æðruleysi og afstaða hans til lífs og dauða.“

Ólafur Ragnarsson lést þann 27. mars 2008 en bókin kom úr prentverkinu nokkrum dögum áður.

Agnarsmá brot úr eilífð fór strax á útgáfudegi í annað sæti metsölulista Eymundssonar yfir innbundin skáldverk.

Agnarsmá brot úr eilífð er 61 blaðsíða að lengd. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði útlit bókarinnar að utan jafnt sem innan en hún er prentuð í Odda.


Fleiri bækur