Vetrarmein
Ragnar Jónasson

Vetrarmein

Fullt verð 5.500 kr 0 kr

Sláðu inn afsláttarkóðann FRÍ áður en þú lýkur kaupunum – ekkert sendingargjald innanlands!

Aðfaranótt skírdags finnst lík af ungri konu á gangstétt fyrir framan þriggja hæða hús við Aðalgötuna á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum með æpandi rauðum lit á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin.

Ari Þór Arason lögreglumaður, sem lesendur þekkja úr Siglufjarðarseríu Ragnars, þarf að glíma við undarlegt og óhugnanlegt mál. Páskahelgin er að ganga í garð. Fólk hefur flykkst til bæjarins. Og stórhríð er að bresta á.

Ragnar Jónasson er einn fremsti spennusagnahöfundur Norðurlanda. Bækur hans eru gefnar út á um þrjátíu tungumálum. Þær hafa setið vikum saman í efstu sætum metsölulista víða um heim og selst í tæplega tveimur milljónum eintaka. Vetrarmein kemur samtímis út á Íslandi og í Frakklandi.

Besta glæpasaga Ragnars til þessa. ...  Vetrarmein er vel útfærð glæpasaga, uppbyggingin skipulögð, markviss og spennandi, helstu persónur trúverðugar og rúsínan í pylsuendanum er leikni Ragnars í að afvegaleiða lesendur. Í góðri glæpasögu er nefnilega ekki allt sem sýnist og góður höfundur kemur stöðugt á óvart.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️1/2 Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu


Fleiri bækur