Fleiri bækur

Tími til að tengja
Bjarni Hafþór Helgason

Tími til að tengja

Fullt verð 6.000 kr 0 kr

Ef litlu jól er réttnefni, hversu lítil eru þau þá í raun og veru? Hvers vegna eiga hrútar svona erfitt með að festa ráð sitt?  Hvernig sigrar maður nágranna í jólaskreytingum? Má maður ekki gleðja ellihruman afa á jólum með gjöf sem er kannski ekki mjög kristileg? Hefur Andrés ekkert annað fram að færa en að vera utan gátta? Hvernig stendur á því að Adam Freyr og Mjallhvít Ósk eignuðust sjö dvergvaxna syni?

Öllum þessum knýjandi spurningum – og mörgum fleiri – svarar Bjarni Hafþór Helgason í sínu fyrsta smásagnasafni, Tími til að tengja. Bráðfyndnar sögur þar sem leiftrandi húmor Bjarna Hafþórs fær að njóta sín og kunnuglegir hlutir eru sýndir í nýju og óvenjulegu ljósi. Hér geta margir á sig brosum bætt! 
 
„Lesandinn situr orðlaus eftir – og hlær eins og vitfirringur. Ég gef þessari bók bæði stjörnur og norðurljós.“ Ragnar Ingi Aðalsteinsson

„Sprenghlægileg.“ Jóhann Ólafsson, Morgunblaðinu

 


Fleiri bækur