Hvítidauði
Ragnar Jónasson

Hvítidauði

Fullt verð 3.500 kr Tilboðsverð 6.000 kr

Árið 1983 deyja tveir starfsmenn á berklahæli rétt utan við Akureyri og er ljóst að andlát þeirra bar ekki að með eðlilegum hætti. Ungur afbrotafræðingur vinnur að lokaritgerð um þetta undarlega mál árið 2012 og kemur þá ýmislegt óvænt í ljós um þessa skelfilegu atburði. Samhliða rannsókninni þarf hann að takast á við erfiðleika í einkalífi sínu – erfiðleika sem þola illa dagsins ljós.
Hér sýnir Ragnar Jónasson enn á ný að fáir standa honum á sporði við að skapa spennandi og grípandi sögu sem rígheldur lesandanum allt fram að óvæntum endalokunum.

„Fléttumeistarinn.“ Ágúst Borgþór Sverrisson, DV

„Ragnar Jónasson hefur vaxið jafnt og þétt sem höfundur glæpasagna, hefur fest sig í sessi í fremstu röð og sennilega er Hvítidauði besta bók hans til þessa. Hann er á fleygiferð í annars rólegri og yfirvegaðri sögu og lesandinn er með frá upphafi til loka. Ekki er hægt að biðja um mikið meira.” ★★★★  Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu

„Hvítidauði er ljómandi glæpasaga, persónugalleríið fjölbreytt og mannlegt og vel haldið utan um þræði. ... Spennandi og vel fléttuð glæpasaga.“ ★★★1/2 Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu

„Ragnar hefur undanfarin ár fest sig í sessi sem einn af krimmakóngum landsins og svíkur hann svo sannarlega ekki með nýjustu bókinni ... Fléttan vindur upp á sig og ég get alveg hreint viðurkennt það að þrátt fyrir afar mikilfenglegar kenningar mínar þá áttu þær ekki séns í endinn sem Ragnar vippar upp svo snilldarlega.“ ★★★★ Erna Agnes, lestrarklefinn.is


Fleiri bækur